Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Þórir Garðarsson skrifar 17. ágúst 2020 12:00 Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun