Lífið samstarf

EKKI kjúklingaborgarinn seldist upp

KFC kynnir
Stefnt er að því að setja EKKI kjúklingaborgarann í almenna sölu von bráðar.
Stefnt er að því að setja EKKI kjúklingaborgarann í almenna sölu von bráðar.

Mikil spenna myndaðist á veitingastað KFC í Sundagörðum í hádeginu í gær. Ástæðan var forsýning á hinum svokallaða EKKI kjúklingaborgara, nýjung sem væntanleg er á matseðil. Forsýningin var liður í undirbúningsvinnu og þróun borgarans og nú var komið að því að bera réttinn undir viðskiptavini, ræða við gesti og taka við ábendingum.

Fyrirmynd EKKI kjúklingaborgarans er hinn sívinsæli Original kjúklingaborgari sem hefur verið einn allra vinsælasti réttur KFC í áraraðir. Markmiðið er að allir geti notið máltíðar saman, hvort sem fólk kýs að leggja sér kjöt til munns eða ekki.

Margt var um manninn í hádeginu í gær eins og sjá má og hið takmarkaða magn borgara seldist upp á skammri stundu. Í orðsendingu sem KFC sendi frá sér segja þau þennan viðburð hafa gengið afar vel og stefnt sé að því að setja EKKI kjúklingaborgarann í almenna sölu von bráðar."

 

Þessi kynning er unnin í samstarfi við KFC.

Klippa: EKKI KJÚKLINGABORGARINN seldist upp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×