Körfubolti

Ný­liðar Fjölnis slógu Kefla­­­­vík út og Stjarnan af­­greiddi Val | Öruggt hjá Borg­nesingum í Hellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Fjölnis í vetur en þeir eru komnir í undanúrslitin í Geysisbikarnum.
Úr leik Fjölnis í vetur en þeir eru komnir í undanúrslitin í Geysisbikarnum. vísir/bára

Nýliðar Fjölnis í Dominos-deild karla eru spútniklið vetrarins í Geysisbikarnum en þeir eru komnir í undanúrslit eftir sigur á Keflavík í kvöld, 106-100.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Keflavík var yfir eftir fyrsta leikhlutann en heimamenn í Fjölni leiddu svo í hálfleik 50-44.

Þrátt fyrir áhlaup í síðari hálfleik náðu Keflvíkingar aldrei að jafna metin og nýliðarnir eru þar af leiðandi komnir í Höllina eftir sex stiga sigur.

Srdan Stojanovic skoraði 35 stig fyrir Fjölni og var þar að auki með sjö stoðsendingar. Jere Vucica bætti við 20 stigum.

Dominykas Milka skoraði 28 stig fyrir Keflvíkinga og Hörður Axel Vilhjálmsson bætti við 22 gegn uppeldisfélagi sínu.

Stjarnan er einnig komið í undanúrslitin eftir þrettán stiga sigur á liði Vals, 78-65, er liðin mættust í Garðabæ í kvöld.

Nikolas Tomsick skoraði 21 stig, gaf sex stoðsendingar og tók fimm fráköst í liði Stjörnunnar en Ægir Þór Steinarsson var næstur með 12 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar.

Í liði Vals var það Philip B. Alawoya sem var stigahæstur með 21 stig og sjö fráköst.  Naor Sharabani kom næstur með 17 stig og 14 fráköst.

Í kvennaflokki var einnig einn leikur í 8-liða úrslitunum í kvöld en úrvalsdeildarlið Skallagríms vann öruggan sigur á 1. deildarliði ÍR, 86-51.

Nína Jenný Kristjánsdóttir var stigahæst í liði ÍR með ellefu stig og Arndís Þóra Þórisdóttir bætti við tíu stigum.

Hjá gestunum skoraði Keira Breeanne Robinson 21 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Mathilde Colding-Poulsen og Maja Michalska gerðu tólf stig hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×