Handbolti

Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli ver eitt af fjölmörgum vítum sínum á EM til þessa.
Viktor Gísli ver eitt af fjölmörgum vítum sínum á EM til þessa. Vísir/EPA

Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. Hann og Björgvin Páll Gústavsson deila leiktímanum á milli stanga íslenska marksins en Viktor Gísli virðist vera að stíga upp sem aðalmarkvörður liðsins en þessi fyrrum leikmaður Fram sem nú leikur með GOG Håndbold í Danmörku er aðeins 19 ára gamall.

Viktor Gísli átti frábæran leik er Ísland tapaði með þriggja mark mun gegn Norðmönnum í gær. Lokatölur leiksins 31-28 eftir hörmungar byrjun íslenska liðsins en ekki verður hægt að saka Viktor um slaka frammistöðu.

Alls lék hann 41 mínútu og á þeim tíma varði hann samtals 15 skot, þar af tvö víti. Gerir það 42% markvörslu sem er ekki amagalegt. Frammistaða hans var svo góð raunar að hann var á endanum valinn maður leiksins. Er hann yngsti leikmaður mótsins sem fær slíka viðurkenningu, það sem af er móti allavega.

Eitthvað hafa þeir hjá Grundfos þó ruglast á tölfræðinni en þeir höfðu þó rétt fyrir sér með hraðan á kraftmesta skotinu sem Viktor Gísli varði í gær. Það mældist á 113 kílómetra hraða á klukkustund.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.