Handbolti

Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor hefur varið helming vítanna sem hann hefur fengið á sig á EM.
Viktor hefur varið helming vítanna sem hann hefur fengið á sig á EM. vísir/epa

Enginn markvörður er með betri hlutfallsmarkvörslu þegar kemur að vítaköstum á EM 2020 en Viktor Gísli Hallgrímsson.

Þessi bráðefnilegi markvörður hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á EM, eða fimm af tíu vítum.

Aðeins Roland Mikler, markvörður Ungverjalands, hefur varið fleiri víti á EM, eða sex talsins. Hann varði öll þrjú vítin sem hann fékk á sig gegn Íslandi. Mikler er með 46% hlutfallsmarkvörslu í vítum.

Viachaslau Saldatsenka, markvörður Hvíta-Rússlands, hefur varið fimm af þeim ellefu vítum sem hann hefur fengið á sig á mótinu.

Viktor, sem er aðeins 19 ára og er á sínu fyrsta stórmóti, varði þrjú víti gegn Slóveníu og eitt gegn Rússlandi og Ungverjalandi. Þá skaut Ungverjinn Zsolt Balogh framhjá í einu víti þar sem Viktor stóð í markinu.

Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki enn náð að verja víti á EM en hann er venjulega nokkuð glúrinn á því sviði.

Besta hlutfallsmarkvarsla í vítum á EM

Viktor Gísli Hallgrímsson, Ísland - 50%
Roland Mikler, Ungverjaland - 46%
Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússland - 45%
Gerrie Eijers, Holland - 40%
Edgars Kuksa, Lettland - 40%
Ivan Matskevich, Hvíta-Rússland - 40%
Borko Ristovski, Norður-Makedónía - 40%

Flest varin víti á EM

Roland Mikler, Ungverjaland - 6
Viktor Gísli Hallgrímsson, Ísland - 5
Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússland - 5
Gonzalo Perez De Vargas, Spánn - 4Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.