Handbolti

Viktor Gísli: Treysti á sjálfan mig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn maður leiksins þegar Ísland laut í lægra haldi fyrir Noregi, 31-28, í milliriðli II á EM 2020 í dag.

Viktor lék stærstan hluta leiksins og varði 15 skot, þar af tvö vítaköst.

„Við unnum okkur inn í leikinn í seinni hálfleik og vorum nálægt því að minnka muninn í tvö mörk. Þá hefði þetta orðið leikur,“ sagði Viktor í samtali við Vísi eftir leik.

„Ég fann mig ekki alveg í byrjun. Það láku nokkur skot inn og vörnin hélt ekki. Svo kom sjálfstraustið.“

Viktor hefur stimplað sig inn á EM sem framtíðarmarkvörður íslenska liðsins.

„Ég spila bara minn leik, treysti á sjálfan mig og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Viktor.

Hann varði tvö vítaköst í leiknum og hefur alls varið sjö víti á EM, flest allra markvarða á mótinu.

„Ég hef aldrei varið svona mörg víti,“ sagði Viktor og glotti.

Hann nýtur þess að spila á stærsta sviðinu, á móti bestu leikmönnum Evrópu.

„Þetta er geggjað, að fá mínútur og að gera mistök. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Viktor að lokum.


Tengdar fréttir

Haukur: Ekkert stress í mér

Haukur Þrastarson spilað vel þegar Ísland tapaði fyrir sterku liði Noregs á EM í handbolta í dag.

Viggó: Leiðinlegt að tapa

Viggó Kristjánsson hefur komið af krafti inn í íslenska landsliðið á þessu Evrópumeistaramóti.

Elvar Örn: Hef engar skýringar

Elvar Örn Jónsson segir að tapið gegn Noregi í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. Hann segir að byrjunin hafi farið með leikinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.