Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2020 18:45 Ýmir Örn Gíslason í hrömmunum á norskum varnarmönnum. vísir/epa Ísland tapaði fyrir Noregi, 31-28, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið var heillum horfið í upphafi leiks og það norska skoraði fyrstu sjö mörkin. Eftir það var róðurinn mjög þungur. Íslenska vörnin var galopin í fyrri hálfleik og Norðmenn skoruðu nánast í hverri sókn. Staðan í hálfleik 19-12, Noregi í vil. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleik. Vörnin var miklu betri og Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu. Í sókninni bar mest á Ólafi Guðmundssyni sem skoraði sex mörk. Norðmenn hleyptu þó Íslendingum aldrei nær sér en þremur mörkum. Lokatölur 31-28, Noregi í vil. EM 2020 í handbolta
Ísland tapaði fyrir Noregi, 31-28, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Íslenska liðið var heillum horfið í upphafi leiks og það norska skoraði fyrstu sjö mörkin. Eftir það var róðurinn mjög þungur. Íslenska vörnin var galopin í fyrri hálfleik og Norðmenn skoruðu nánast í hverri sókn. Staðan í hálfleik 19-12, Noregi í vil. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleik. Vörnin var miklu betri og Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu. Í sókninni bar mest á Ólafi Guðmundssyni sem skoraði sex mörk. Norðmenn hleyptu þó Íslendingum aldrei nær sér en þremur mörkum. Lokatölur 31-28, Noregi í vil.
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn