Körfubolti

Allra augu á Zion Williamson í fyrsta NBA leiknum í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zion Williamson hefur ekki spilað eina mínútu í NBA-deildinni en það vilja samt margir frá eiginhandaráritun frá honum.
Zion Williamson hefur ekki spilað eina mínútu í NBA-deildinni en það vilja samt margir frá eiginhandaráritun frá honum. Getty/ Jesse D. Garrabrant

Biðin er loks á enda. Zion Williamson mun í kvöld spila sinn fyrsta leik með New Orleans Pelicans í NBA-deildinni.

New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en hann missti af fyrstu 43 leikjum tímabilsins vegna meiðsla.

Zion Williamson hefur nú náð sér að fullu af meiðslunum og New Orleans Pelicans ákvað að gefa grænt ljós á hann í kvöld.

Mótherji New Orleans Pelicans í leiknum er lið San Antonio Spurs.


Það bíða margir NBA áhugamenn spenntir eftir að sjá hvað Zion Williamson getur gert í NBA-deildinni.

Sumir segja að þetta sé jafn mikill viðburður og þegar LeBron James lék sinn fyrsta leik í deildinni.

Körfuboltaspekingar hafa verið að tala um Zion Williamson í mörg ár eftir að hafa séð mögnuð tilþrif frá honum alveg síðan í grunnskóla.

Zion Williamson fór vel af stað á undirbúningstímabilinu þar sem hann var með 23,3 stig að meðaltali á 27,3 mínútum og bauð upp á 71 prósent skotnýtingu í þeim fjórum leikjum sem hann spilaði. Hann var einnig með 6,5 fráköst og 2,3 stoðsendingar í leik.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.