Körfubolti

Allra augu á Zion Williamson í fyrsta NBA leiknum í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zion Williamson hefur ekki spilað eina mínútu í NBA-deildinni en það vilja samt margir frá eiginhandaráritun frá honum.
Zion Williamson hefur ekki spilað eina mínútu í NBA-deildinni en það vilja samt margir frá eiginhandaráritun frá honum. Getty/ Jesse D. Garrabrant

Biðin er loks á enda. Zion Williamson mun í kvöld spila sinn fyrsta leik með New Orleans Pelicans í NBA-deildinni.

New Orleans Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavalinu í sumar en hann missti af fyrstu 43 leikjum tímabilsins vegna meiðsla.

Zion Williamson hefur nú náð sér að fullu af meiðslunum og New Orleans Pelicans ákvað að gefa grænt ljós á hann í kvöld.

Mótherji New Orleans Pelicans í leiknum er lið San Antonio Spurs.



Það bíða margir NBA áhugamenn spenntir eftir að sjá hvað Zion Williamson getur gert í NBA-deildinni.

Sumir segja að þetta sé jafn mikill viðburður og þegar LeBron James lék sinn fyrsta leik í deildinni.

Körfuboltaspekingar hafa verið að tala um Zion Williamson í mörg ár eftir að hafa séð mögnuð tilþrif frá honum alveg síðan í grunnskóla.

Zion Williamson fór vel af stað á undirbúningstímabilinu þar sem hann var með 23,3 stig að meðaltali á 27,3 mínútum og bauð upp á 71 prósent skotnýtingu í þeim fjórum leikjum sem hann spilaði. Hann var einnig með 6,5 fráköst og 2,3 stoðsendingar í leik.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×