Körfubolti

Í beinni í dag: Meistararnir í Þórlákshöfn og þrjú golfmót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Craion er stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður KR í vetur.
Michael Craion er stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður KR í vetur. vísir/vilhelm

Fimmtánda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld. Leikur Þórs Þ. og Íslandsmeistara KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Þórsarar hafa verið erfiðir heim að sækja í vetur og unnið fimm af sjö leikjum sínum í Iceland Glacial-höllinni í Þorlákshöfn.

Þór er í 8. sæti með tólf stig en KR í því fimmta með 16 stig.

Þá verður sýnt beint beint frá þremur golfmótum á Stöð 2 Golf í dag.

Þetta eru Omega Dubai Desert Classic á Evrópumótaröðinni, Gainbridge LPGA at Boca Rio á LPGA-mótaröðinni og Farmers Insurance Open á PGA-mótaröðinni.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
04:00 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf
11:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf
16:30 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Golf
19:05 Þór Þ. - KR, Stöð 2 Sport
20:00 Farmers Insurance Open, Stöð 2 GolfAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.