Körfubolti

Öruggur 25 stiga sigur hjá Hauki og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi er á sínu fyrsta tímabili hjá Unics Kazan.
Haukur Helgi er á sínu fyrsta tímabili hjá Unics Kazan. vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson stóð fyrir sínu þegar Unics Kazan vann stórsigur á Galatasary, 94-69, í EuroCup í körfubolta í kvöld.

Unics Kazan er í 2. sæti G-riðils. Liðið hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og tapað einum.

Haukur var í byrjunarliði Unics Kazan og lék í 24 mínútur.

Hann skoraði tíu stig í leiknum. Haukur hitti úr tveimur af fjórum skotum inni í teig og skoraði tvær þriggja stiga körfur í þremur tilraunum.

Fimm leikmenn Unics Kazan skoruðu tíu stig eða meira í leiknum.

Næsti leikur Unics Kazan í EuroCup er einnig gegn Galatasary en á útivelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.