Körfubolti

Martin mætti í búningi til heiðurs Kobe og var stiga­hæsti leik­maður vallarins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik kvöldsins.
Martin í leik kvöldsins. vísir/getty

Martin Hermansson skoraði átján stig og var stigahæsti leikmaður vallarins er Alba Berlín vann HAKRO Merlins Crailsheim, 98-82, í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Martin mætti í kvöld í búningi Los Angeles Lakers merktum Kobe Bryant, sem féll frá í gær.
Alba lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Þeir voru 52-40 yfir í hálfleik og misstu aldrei tökin á leiknum. Lokatölur svo 98-82.

Ásamt því að skora stigin átján tók Martin tvö fráköst og gaf fjórar stoðesndingar en hann var stigahæsti leikmaður vallarins, ásamt Jeremy Morgan leikmanni HAKRO.

Alba er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 22 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.