Er eitthvað að fela? Sara Dögg Svanhildardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:00 Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun