Sport

Hilmar vann sitt fyrsta gull í stórsvigi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar með gullmedalíuna um hálsinn.
Hilmar með gullmedalíuna um hálsinn. mynd/íþróttasamband fatlaðra

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi vann í dag til sinna fyrstu gullverðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu móti. Hann er núna staddur í Slóvakíu á Evrópumótaröð Alþjóð Ólympíuhreyfingar fatlaðra.

Hilmar varð einnig fyrstur Íslendinga til að vinna gull í stórsvigi á alþjóðlegu alpagreinamóti.

Í stórsviginu í dag var Hilmar með lokatímann 1:37,23 mín. Hann var rúmlega hálfri sekúndu á undan Slóvakanum Martin France.

Hilmar hefur bætt sig mikið að undanförnu og er orðinn einn af sterkustu svigmönnum heims í standandi flokki. Hann er á hraðri leið upp styrkleikalistann í stórsvigi.

Næstu tvo daga keppir Hilmar í svigi. Í lok næsta mánaðar keppir hann svo á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Zagreb í Króatíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.