Körfubolti

Fram­lengt í Detroit og 34 stig frá West­brook í endur­komunni | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Russel í leiknum í nótt.
Russel í leiknum í nótt. vísir/getty

Fjórir leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt en flestir leikjanna voru spennandi.

Það var framlengt í Detroit þar sem gestirnir frá Cleveland höfðu að endingu beur 115-112 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 102-102.

Tristan Thompson var frábær í liði Cleveland en hann skoraði 35 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Andre Drummond    skoraði 28 stig og tók 23 fráköst í liði Detroit.

Philadelphia vann sinn annan sigur í röð er liðið vann ellefu stiga sigur á Boston, 109-98, og Minnesota, eitt lélegasta lið vesturdeildarinnar, hafði betur geng Portland, 116-102.







Russel Westbrook skoraði 34 stig og gaf fimm stoðsendingar er Houston fékk skell gegn Oklahoma á útivelli, 113-92. James Harden bætti við sautján stigum.





Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir Oklahoma og tók ellefu fráköst.

Úrslit næturinnar:

Cleveland - Detroit 115-112

Boston - Philadelphia 98-109

Portland - Minnesota 102-116

Houston - Oklahoma City 92-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×