Körfubolti

Fram­lengt í Detroit og 34 stig frá West­brook í endur­komunni | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Russel í leiknum í nótt.
Russel í leiknum í nótt. vísir/getty

Fjórir leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt en flestir leikjanna voru spennandi.

Það var framlengt í Detroit þar sem gestirnir frá Cleveland höfðu að endingu beur 115-112 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 102-102.

Tristan Thompson var frábær í liði Cleveland en hann skoraði 35 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Andre Drummond    skoraði 28 stig og tók 23 fráköst í liði Detroit.

Philadelphia vann sinn annan sigur í röð er liðið vann ellefu stiga sigur á Boston, 109-98, og Minnesota, eitt lélegasta lið vesturdeildarinnar, hafði betur geng Portland, 116-102.
Russel Westbrook skoraði 34 stig og gaf fimm stoðsendingar er Houston fékk skell gegn Oklahoma á útivelli, 113-92. James Harden bætti við sautján stigum.
Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir Oklahoma og tók ellefu fráköst.

Úrslit næturinnar:
Cleveland - Detroit 115-112
Boston - Philadelphia 98-109
Portland - Minnesota 102-116
Houston - Oklahoma City 92-113

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.