Sport

Í beinni í dag: Þórsarar geta komist upp úr fallsæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórsarar hafa leikið vel upp á síðkastið.
Þórsarar hafa leikið vel upp á síðkastið. vísir/bára

Tveir leikir verða sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Klukkan 19:15 hefst leikur Þórs Ak. og KR í Domino's deild karla í körfubolta. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 19. desember en var frestað vegna veðurs.

Með sigri jafna Íslandsmeistarar KR Njarðvík að stigum í 4. sæti deildarinnar.

Ef Þór vinnur fer liðið hins vegar upp úr fallsæti. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hafa Þórsarar unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.

Klukkan 19:45 hefst svo leikur Parma og Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni.

Parma er í 9. sæti deildarinnar en Lecce í því sautjánda. Lecce hefur tapað þremur leikjum í röð og er aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.

Lista yfir beina útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
19:05 Þór Ak. - KR, Stöð 2 Sport 2
19:40 Parma - Lecce, Stöð 2 SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.