Körfubolti

Keflvíkingar unnu eftir framlengingu í Hólminum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daniela Morillo var atkvæðamest í liði Keflavíkur.
Daniela Morillo var atkvæðamest í liði Keflavíkur. vísir/bára

Keflavík komst aftur á sigurbraut í Domino's deild kvenna þegar liðið vann Snæfell, 75-84 eftir framlengingu í lokaleik 15. umferðar í dag. Keflvíkingar eru í 3. sæti deildarinnar.Daniela Morillo skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði Keflavíkur. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig og Þóranna Kika Hodge-Carr 14.Morillo kom Keflvíkingum yfir, 71-72, þegar rúm mínúta var til leiksloka. Verra Pirttinen tryggði Snæfellingum svo framlengingu er hún setti niður vítaskot þegar 25 sekúndur voru eftir.Keflavík var svo miklu sterkari aðilinn í framlengingunni og vann hana, 12-3.Amarah Coleman skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst í liði Snæfells sem er í 6. sæti deildarinnar.Snæfell-Keflavík 75-84 (15-23, 25-19, 17-15, 15-15, 3-12)Snæfell: Amarah Kiyana Coleman 20/11 fráköst, Veera Annika Pirttinen 19/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Emese Vida 10/15 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 9/9 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/4 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0/5 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 0, Rósa Kristín Indriðadóttir 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0, Vaka Þorsteinsdóttir 0.Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 18/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 14/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.