Körfubolti

Keflvíkingar unnu eftir framlengingu í Hólminum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daniela Morillo var atkvæðamest í liði Keflavíkur.
Daniela Morillo var atkvæðamest í liði Keflavíkur. vísir/bára

Keflavík komst aftur á sigurbraut í Domino's deild kvenna þegar liðið vann Snæfell, 75-84 eftir framlengingu í lokaleik 15. umferðar í dag. Keflvíkingar eru í 3. sæti deildarinnar.

Daniela Morillo skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði Keflavíkur. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig og Þóranna Kika Hodge-Carr 14.

Morillo kom Keflvíkingum yfir, 71-72, þegar rúm mínúta var til leiksloka. Verra Pirttinen tryggði Snæfellingum svo framlengingu er hún setti niður vítaskot þegar 25 sekúndur voru eftir.

Keflavík var svo miklu sterkari aðilinn í framlengingunni og vann hana, 12-3.

Amarah Coleman skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst í liði Snæfells sem er í 6. sæti deildarinnar.

Snæfell-Keflavík 75-84 (15-23, 25-19, 17-15, 15-15, 3-12)

Snæfell: Amarah Kiyana Coleman 20/11 fráköst, Veera Annika Pirttinen 19/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Emese Vida 10/15 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 9/9 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/4 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0/5 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 0, Rósa Kristín Indriðadóttir 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0, Vaka Þorsteinsdóttir 0.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 18/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 14/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×