Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2020 19:04 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var himinlifandi með sigur íslenska landsliðsins gegn Rússum í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Malmö. „Ég hugsa að það hafi verið svona 50 sekúndur. Maður veit aldrei,“ sagði Guðmundur í leikslok er hann var aðspurður hvenær hann hefði náð púlsinum niður á hliðarlínunni. Ísland var með góð tök á leiknum en Rússarnir náðu áhlaupi í fyrri hálfleik. Guðmundur hafði þessar skýringar á því áhlaupi. „Við vorum að skjóta of snemma og fara of nálægt vörninni. Eitt og annað sem olli því að þetta hikstaði aðeins en í stuttan tíma. Svo fannst mér við komnir með þetta. Í síðari var þetta aldrei spurning og sigldum þessu heim á sannfærandi hátt.“ Varnarleikurinn var hreint út sagt stórkostlegur. Rússarnir áttu nánast engin svör og Guðmundur var stoltur af varnarleiknum. „Ég er rosalega ánægður að sjá vörnina. Hún virkaði fullkomnlega. Ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum. Þetta var stórkostlegur varnarleiku. Það getur verið gaman að fylgjast með varnarleik, ekki bara sóknarleg. Þetta er gífurleg vinna og það eru frábærir leikmenn að fylgja þessu á eftir. Þetta var skemmtilegt.“ Ísland hefur sýnt andlegan styrk í fyrstu tveimur leikjunum og það gleður þjálfarann eðlilega. „Alveg rosalegur styrkur. Þetta er hættulegur leikur. Það er auðvelt að koma inn glaður og lenda í vandræðum. Ef þú ert ekki tilbúinn frá byrjun geturu lent í vandræðum gegn svona liði. Skilaboðin í hálfleik voru að byrja á fullu og það má ekki gefa neitt eftir. Þú mátt ekki gefa þeim litla fingur því þá taka þeir alla höndina.“ Guðmundur gat leyft sér að rúlla vel á liðinu og hann segir að það hafi verið mikilvægt en allir leikmenn Íslands spiluðu í dag. „Ég er mjög sáttur með það. Við byrjum að skipta út hornunum og náðum að hvíla Lexa og Aron sem var jákvætt. Við rúlluðum á öllu liðinu eins og við gátum. Það var frábært,“ sagði brosandi Guðmundur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Sigvaldi: Týpískt að klúðra lokaskotinu Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik með Íslandi gegn Rússlandi á EM í kvöld. 13. janúar 2020 19:10 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Janus Daði: Við erum töffarar Selfyssingurinn stóð fyrir sínu þegar Íslendingar rúlluðu yfir Rússa. 13. janúar 2020 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Björgvin Páll: Þeir voru frosnir í sókninni Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot þegar Ísland vann stórsigur á Rússlandi. 13. janúar 2020 19:24 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var himinlifandi með sigur íslenska landsliðsins gegn Rússum í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Malmö. „Ég hugsa að það hafi verið svona 50 sekúndur. Maður veit aldrei,“ sagði Guðmundur í leikslok er hann var aðspurður hvenær hann hefði náð púlsinum niður á hliðarlínunni. Ísland var með góð tök á leiknum en Rússarnir náðu áhlaupi í fyrri hálfleik. Guðmundur hafði þessar skýringar á því áhlaupi. „Við vorum að skjóta of snemma og fara of nálægt vörninni. Eitt og annað sem olli því að þetta hikstaði aðeins en í stuttan tíma. Svo fannst mér við komnir með þetta. Í síðari var þetta aldrei spurning og sigldum þessu heim á sannfærandi hátt.“ Varnarleikurinn var hreint út sagt stórkostlegur. Rússarnir áttu nánast engin svör og Guðmundur var stoltur af varnarleiknum. „Ég er rosalega ánægður að sjá vörnina. Hún virkaði fullkomnlega. Ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum. Þetta var stórkostlegur varnarleiku. Það getur verið gaman að fylgjast með varnarleik, ekki bara sóknarleg. Þetta er gífurleg vinna og það eru frábærir leikmenn að fylgja þessu á eftir. Þetta var skemmtilegt.“ Ísland hefur sýnt andlegan styrk í fyrstu tveimur leikjunum og það gleður þjálfarann eðlilega. „Alveg rosalegur styrkur. Þetta er hættulegur leikur. Það er auðvelt að koma inn glaður og lenda í vandræðum. Ef þú ert ekki tilbúinn frá byrjun geturu lent í vandræðum gegn svona liði. Skilaboðin í hálfleik voru að byrja á fullu og það má ekki gefa neitt eftir. Þú mátt ekki gefa þeim litla fingur því þá taka þeir alla höndina.“ Guðmundur gat leyft sér að rúlla vel á liðinu og hann segir að það hafi verið mikilvægt en allir leikmenn Íslands spiluðu í dag. „Ég er mjög sáttur með það. Við byrjum að skipta út hornunum og náðum að hvíla Lexa og Aron sem var jákvætt. Við rúlluðum á öllu liðinu eins og við gátum. Það var frábært,“ sagði brosandi Guðmundur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Sigvaldi: Týpískt að klúðra lokaskotinu Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik með Íslandi gegn Rússlandi á EM í kvöld. 13. janúar 2020 19:10 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Janus Daði: Við erum töffarar Selfyssingurinn stóð fyrir sínu þegar Íslendingar rúlluðu yfir Rússa. 13. janúar 2020 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Björgvin Páll: Þeir voru frosnir í sókninni Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot þegar Ísland vann stórsigur á Rússlandi. 13. janúar 2020 19:24 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47
Sigvaldi: Týpískt að klúðra lokaskotinu Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik með Íslandi gegn Rússlandi á EM í kvöld. 13. janúar 2020 19:10
Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45
Janus Daði: Við erum töffarar Selfyssingurinn stóð fyrir sínu þegar Íslendingar rúlluðu yfir Rússa. 13. janúar 2020 19:03
Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14
Björgvin Páll: Þeir voru frosnir í sókninni Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot þegar Ísland vann stórsigur á Rússlandi. 13. janúar 2020 19:24