Leik lokið: Ís­land - Rúss­land 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði sex mörk og var markahæstur ásamt Sigvalda og Alexander.
Bjarki Már skoraði sex mörk og var markahæstur ásamt Sigvalda og Alexander. vísir/epa

Ísland vann stórsigur á Rússlandi, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020 í handbolta í dag.

Íslenska liðið var allan tímann með forystuna og sigurinn var gríðarlega öruggur.

Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og Rússland ógnaði forystu íslenska liðsins aldrei í seinni hálfleik.

Íslendingar juku forskotið í seinni hálfleik og unnu á endanum ellefu marka sigur, 34-23.

Sigvaldi Guðjónsson, Alexander Petersson og Bjarki Már Elísson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hver.

Íslensku markverðirnir, Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, stóðu sig frábærlega og vörðu samtals 20 skot.

Ísland er með fjögur stig á toppi E-riðils. Íslendingar mæta Ungverjum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.