Handbolti

Logi: Eruð þið að átta ykkur á stöðunni?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson fagnar í gær.
Bjarki Már Elísson fagnar í gær. vísir/getty

Logi Geirsson, handboltaspekingur og fyrrum landsliðsmaður, er hrifinn af íslenska landsliðinu líkt og flestir aðrir Íslendingar.

Ísland vann stórsigur á Rússlandi í gær eftir að hafa unnið heims- og Ólympíumeistara Dana í fyrstu umferðinni.

Eftir jafntefli Dana og Ungverja í gær er Ísland komið í milliriðilinn. Logi er þaulreyndur landsliðsmaður og líst vel á íslenska liðið.

„Eru þið að átta ykkur á stöðunni? Erum komin í milliriðla. Getum tekið með okkur stig. Mætum Portúgal, Slóveníu, Noregi og Svíþjóð. Þetta er galopið,“ sagði Logi.







„Liðið geislar af sjálfstrausti, jafnvægi og framstöðu. Allir heilir. Ekki vekja mig,“ bætti jákvæður Logi við.

Íslenska liðið leikur sinn síðasta leik í riðlinum á morgun er þeir mæta Ungverjum. Sigur tryggir Íslandi tvö stig í milliriðil en jafntefli eitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×