Handbolti

Örlög Dana í höndum Guðmundar: Mjög sérstök staða

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson.

Danir stóla á það að lið Guðmundar Guðmundssonar muni bjarga þeim á EM. Guðmundur er lítið að spá í því hvað bjargi Dönum heldur meira um sitt lið.

„Við getum ekkert hugsað um það og verðum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa í þessari stöðu. Það fer þá með hagsmunum Dana. Við viljum þessi tvö stig inn í milliriðilinn og við munum leggja allt í sölurnar að ná þeim,“ sagði Guðmundur eftir blaðamannafund HSÍ í dag en hann viðurkennir að það sé sérstök staða að örlög Dana sé i höndum hans liðs.

„Það er mjög sérstök staða og engin óskastaða fyrir þá. Ég hef lent í því að þurfa að stóla á aðra.“

Fyrsta markmiði liðsins á mótinu er náð og Guðmundur fer ekkert í grafgötur með hvert næsta markmið sé.

„Okkar markmið eru háleit. Við viljum komast í umspil Ólympíuleikanna. Það er háleitt markmið því það bíða okkar góð lið í milliriðlinum. Það er markmið sem við höfum sett okkur núna.“

Klippa: Guðmundur ætlar í umspil fyrir ÓL

Tengdar fréttir

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×