Handbolti

Guðjón Valur: Verður gaman að sjá hvernig Ungverjar höndla pressuna

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðjón Valur verður ferskur í kvöld.
Guðjón Valur verður ferskur í kvöld. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði viðurkennir að hafa ekki von á því að Ungverjar myndu standa í Dönum en það sýni hversu öflugt ungverska liðið sé.

„Þeir eru stórhættulegir og gátu spilað svipað og við gegn Dönum. Það er ákveðið pressuleysi og enginn sem býst við því að þú vinnir,“ segir Guðjón Valur.

„Okkur tókst að bakka það upp í leiknum við Rússa þar sem við áttum að vinna og gerðum það. Aðstæður þeirra breytast núna og verður gaman að sjá hvernig þeir höndla pressuna. Hver leikur hefur sitt eigið líf og við verðum að vera tilbúnir.“

Íslenska liðið á slæmar minningar frá leikjum sínum við Ungverja og það vill enginn fá fleiri slíkar minningar.

„Þeir eru óþægilegir við að eiga. Þeir eru með tvö akkeri á línunni sem er erfitt að eiga við. Þeir eru skotfastir fyrir utan og hoppa hátt.“

Höllin verður örugglega full af Dönum sem munu styðja Ísland því Danir þurfa á aðstoð strákanna okkar að halda.

„Það var einhver að spyrja hvort við ættum nokkur þúsund bláa boli fyrir Danina. Vonandi taka þeir undir með okkar fólki og þá verður þetta höllin okkar. Þetta er skemmtileg hliðarsaga en skiptir okkur ekki höfuðmáli.“

Klippa: Guðjón Valur um Ungverjana

Tengdar fréttir

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×