Körfubolti

Haukur setti niður þrjá þrista

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur átti ágætan leik.
Haukur átti ágætan leik. vísir/bára

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Unics Kazan lutu í lægra haldi fyrir Monaco, 78-84, í G-riðli EuroCup í körfubolta.

Kazan hefur unnið einn leik og tapað einum í G-riðli. Auk Kazan og Monaco eru Galatasary og Rytas í riðlinum.

Haukur skoraði ellefu stig og var þriðji stigahæstur í liði Kazan. Hann tók einnig þrjú fráköst.

Íslenski landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af fimm þriggja stiga skotum sínum. Þá nýtti hann bæði vítaskotin sem hann tók.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.