Körfubolti

Haukur setti niður þrjá þrista

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur átti ágætan leik.
Haukur átti ágætan leik. vísir/bára

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Unics Kazan lutu í lægra haldi fyrir Monaco, 78-84, í G-riðli EuroCup í körfubolta.Kazan hefur unnið einn leik og tapað einum í G-riðli. Auk Kazan og Monaco eru Galatasary og Rytas í riðlinum.Haukur skoraði ellefu stig og var þriðji stigahæstur í liði Kazan. Hann tók einnig þrjú fráköst.Íslenski landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af fimm þriggja stiga skotum sínum. Þá nýtti hann bæði vítaskotin sem hann tók.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.