Körfubolti

Martin með stórleik gegn Olympiacos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin var drjúgur gegn Olympiacos.
Martin var drjúgur gegn Olympiacos. vísir/getty

Martin Hermannsson átti flottan leik þegar Alba Berlin vann gríska stórliðið Olympiacos, 86-93, í EuroLeague í körfubolta í kvöld.

Martin skoraði 18 stig og var næststigahæstur í liði Alba Berlin. Hann gaf einnig sex stoðsendingar, flestar í liði Þjóðverjanna.


Þetta var sjötti sigur Alba Berlin í EuroLeague í vetur. Tveir þeirra hafa komið gegn grísku liðunum Olympiacos og Panathinaikos.

Martin átti stórleik þegar Alba Berlin vann Panathinaikos fyrr í vetur og var með 20 stig og tíu stoðsendingar.

Góðvinur Martins og félagi í íslenska landsliðinu, Elvar Már Friðriksson, lék vel þegar Borås Basket vann öruggan sigur á Nässjo, 86-60, í sænsku úrvalsdeildinni.

Elvar skoraði 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann var stoðsendingahæstur á vellinum.

Þetta var þriðji sigur Borås í röð. Liðið er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.