Körfubolti

Martin með stórleik gegn Olympiacos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin var drjúgur gegn Olympiacos.
Martin var drjúgur gegn Olympiacos. vísir/getty

Martin Hermannsson átti flottan leik þegar Alba Berlin vann gríska stórliðið Olympiacos, 86-93, í EuroLeague í körfubolta í kvöld.Martin skoraði 18 stig og var næststigahæstur í liði Alba Berlin. Hann gaf einnig sex stoðsendingar, flestar í liði Þjóðverjanna.Þetta var sjötti sigur Alba Berlin í EuroLeague í vetur. Tveir þeirra hafa komið gegn grísku liðunum Olympiacos og Panathinaikos.Martin átti stórleik þegar Alba Berlin vann Panathinaikos fyrr í vetur og var með 20 stig og tíu stoðsendingar.Góðvinur Martins og félagi í íslenska landsliðinu, Elvar Már Friðriksson, lék vel þegar Borås Basket vann öruggan sigur á Nässjo, 86-60, í sænsku úrvalsdeildinni.Elvar skoraði 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann var stoðsendingahæstur á vellinum.Þetta var þriðji sigur Borås í röð. Liðið er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.