Handbolti

Viss um að Guð­mundur vill vinna leikinn sama hvort hann sendi Dan­mörku á­fram eða ekki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur gefur skipanir.
Guðmundur gefur skipanir. vísir/getty

Danska handboltalandsliðið er ekki með örlögin í sínum höndum í kvöld er síðasta umferðin í E-riðli Evrópumótsins á handbolta fer fram í Malmö.Danir þurfa að vinna Rússa og treysta á að Ísland vinni Ungverjaland. Leikur Íslands og Ungverja fer fram á undan leik Dana svo heims- og Ólympíumeistararnir gætu verið úr leik áður en leikur þeirra hefst.Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, vann Ólympíugull með Dönum árið 2016 en hætti síðan með liðið skömmu eftir það eftir nokkra dramatím.Rene Toft Hansen, línumaður Dana, hefur ekki miklar áhyggjur af þessum viðskilnaði og segir að Guðmundur og lærisveinar hans munu leggja allt sitt í leikinn í kvöld.„Guðmundur er löngu hættur að hugsa um þetta og við erum einnig kominn langt frá þessu. Ég er viss um að Guðmundur vill gjarnan vinna leikinn, sama hvort hann sendi Danmörku áfram eða ekki,“ sagði Rene við DR.

„Ég held ekki að hann sé enn að hugsa um eitthvað sem gerðist fyrir nokkrum árum síðan. Hann er hættur að hugsa um það.“Leikur Íslands og Ungverja hefst klukkan 17.15. Að sjálfsögðu verður vel fylgst með leiknum á Vísi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.