Handbolti

Klæddu Litlu hafmeyjuna í íslenska búninginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Litla hafmeyjan í íslensku fánalitunum.
Litla hafmeyjan í íslensku fánalitunum.

Ónefndir stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins klæddu Litlu hafmeyjuna í Kaupmannahöfn í íslenska búninginn í kvöld.

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan klæðir íslenski búningurinn Litlu hafmeyjuna ágætlega.

Íslendingar eru með örlög Dana á Evrópumótinu í handbolta í höndum sér. Danir verða að treysta á að Íslendingar vinni Ungverja í E-riðli á morgun til að eiga möguleika á að komast áfram í milliriðil II.

Danir vonast til að þeirra gamli þjálfari Guðmundur Guðmundsson geri þeim greiða á morgun og stýri Íslendingum til sigurs á Ungverjum. Guðmundur gerði Danmörku að Ólympíumeisturum 2016 en fékk aldrei þá virðingu sem átti skilið hjá dönskum fjölmiðlum eða handboltasérfræðingum.

Danskir fjölmiðlar hafa sýnt Íslendingum mikinn áhuga í aðdraganda leiksins á morgun. Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð pirraður á spurningum danskra fjölmiðlamanna og sagði að það snerist ekki allt um Dani.

„Við erum ekki með örlög Dana í okkar höndum. Þið látið eins og þetta snúist allt um ykkur. Við þurfum að spila á móti Ungverjum. Við erum að fara að berjast við Ungverja og sá leikur snýst ekki um Danmörk,“ sagði Guðjón Valur við TV 2 SPORT.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.