Handbolti

Mæta Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Guðmundsson og íslensku strákarnir hefja leik í milliriðli II á föstudaginn.
Ólafur Guðmundsson og íslensku strákarnir hefja leik í milliriðli II á föstudaginn. vísir/epa

Fyrsti leikur Íslands í milliriðli II á EM 2020 er gegn Slóveníu á föstudaginn. Ísland mætir einnig Portúgal, Noregi og Svíþjóð í milliriðlinum.

Ísland tapaði með sex marka mun fyrir Ungverjalandi, 18-24, í síðasta leik sínum í E-riðli Evrópumótsins í dag.

Ungverjar fara því með tvö stig í milliriðil en Íslendingar ekki neitt. Norðmenn og Slóvenar byrja einnig með tvö stig í milliriðli.

Íslendingar mæta Portúgölum á sunnudaginn og Norðmönnum á þriðjudaginn.

Ísland mætir svo sænsku strákunum hans Kristjáns Andréssonar í lokaleik sínum í millriðlinum á miðvikudaginn.

Tvö efstu liðin fara í undanúrslit en liðið í 3. sæti milliriðilsins keppir um 5. sætið á mótinu.


Tengdar fréttir

Aron: Skítlé­legir í síðari hálf­leik

Aron Pálmarsson, stórstjarna íslenska landsliðsins, segir að tapið gegn Ungverjum í kvöld skýrist best með "skítlélegum“ síðari hálfleik.

Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel

Guðmundur Guðmundsson sagði að afspyrnuslakur kafli íslenska landsliðsins í síðari hálfleik gegn Ungverjum í dag hafi verið banabiti strákanna okkar. Tap Íslands þýðir að liðið fer stigalaust í milliriðlakeppnina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.