Handbolti

Ýmir: Þetta var erfitt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ýmir Örn Gíslason átti fá svör eftir tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 18-24, á síðasta leik sínum á EM 2020.

Ýmir átti fullt í fangi með að glíma við Bence Bánhidi, línumann Ungverja, sem skoraði átta mörk.

„Þetta var erfitt, ég ætla ekki að neita því. En við máttum gera þetta betur. Hann komst upp með full mikið og er tröll að burðum,“ sagði Ýmir við Vísi eftir leik.

Íslenska vörnin stóð vel í fyrri hálfleik en gaf eftir í þeim seinni.

„Vörnin var góð en við eigum að gera betur,“ sagði Ýmir.

„Við náðum ekki að stoppa það sem þeir lögðu upp með. Þeir spiluðu á sínum styrkleikum.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.