Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2020 19:09 Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01
Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01
Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45