Sport

Hilmar vann silfur á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Snær Örvarsson á ferðinni.
Hilmar Snær Örvarsson á ferðinni. Getty/Lintao Zhang

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings vann í dag til silfurverðlauna í svigi á Ítalíu. Hilmar tók þar þátt í þriggja daga svigmóti í Prato Nevoso en mótið var liður í heimsbikarmótaröð IPC.

Hilmar féll í brekkunni fyrstu tvo keppnisdagana og lauk ekki keppni en í dag á þriðja og síðasta keppnisdegi vann hann til silfurverðlauna og kom í mark á tímanum 1:42.22 mín. Finninn Santeri Kilveri vann þennan þriðja dag á tímanum 1:39.50 mín.

Hilmar er væntanlegur aftur til Íslands á morgun en í lok janúarmánaðar heldur hann til Jansa í Slóvakíu til að taka þátt í móti innan Evrópumótaraðarinnar.

Árið 2019 var stórt ár hjá Hilmari Snæ en hann var fyrstur Íslendinga til vinna sigur á heimsbikar-mótaröð fatlaðra 2019 í alpagreinum í Zagreb þar sem heimsbikarmótið í svigi fór fram í janúar.

Fáeinum dögum síðar fór fram sjálft heimsmeistaramótið í Kransjska Gora í Slóveníu og þar hafnaði Hilmar í fjórða sæti í svigi aðeins 28 hundruðustu úr sekúndu frá verðlaunasæti. Hilmar keppir í flokki aflimaðra (á öðrum fæti). Hann vann tvenn verðlaun á heimsbikarmótaröðinni 2020 í svigi fyrir áramót, varð í þriðja sæti þann 5. nóvember og í öðru sæti þann 8. nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.