Körfubolti

Martin setti niður tvo þrista í framlengingu gegn Rauðu stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin var öflugur í öðrum útisigri Alba Berlin í röð í EuroLeague.
Martin var öflugur í öðrum útisigri Alba Berlin í röð í EuroLeague. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin gerðu góða ferð til Belgrad og unnu níu stiga sigur á Rauðu stjörnunni, 85-94, eftir framlengingu í EuroLeague í kvöld.

Martin skoraði 13 stig og setti niður tvö þriggja stiga skot í framlengingunni.

Alba Berlin vann góðan sigur á Olympiacos á þriðjudaginn, 86-93, og hefur nú unnið tvo leiki í röð í EuroLeague. Liðið er í 14. sæti af 18 liðum.

Auk þess að skora 13 stig gaf Martin tvær stoðsendingar í leiknum í kvöld.

Hann hitti úr tveimur af sex skotum sínum inni í teig og þremur af sex fyrir utan þriggja stiga línuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.