„Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 21:00 Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Mynd/Getty Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“ Geimurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“
Geimurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira