Sport

Dag­skráin í dag: United mætir Dönunum í Þýska­landi og Pepsi Max stúkan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í Stúkunni í sumar.
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í Stúkunni í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá sportrása Stöðvar 2 Sports í dag. Þrjár frá fótbolta og ein úr heimi rafíþróttanna.

Evrópudeildin klárast þetta tímabilið í Þýskalandi en í dag byrja átta liða úrslitin.

Manchester United mætir Dönunum í FCK í Köln en í Dusseldorf mætast Inter Milan og Bayern Leverkusen.

Þrátt fyrir að það sé enginn fótbolti spilaður á Íslandi um þessar mundir verður Pepsi Max stúkan á dagskránni í kvöld.

Guðmundur Benediktsson fær þá Tómas Inga Tómasson og Atla Viðar Björnsson til sín og fara þeir yfir málefni líðandi stundar í fótboltanum.

GameTíví verður svo á sínum stað á Stöð 2 eSport en alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.