Sport

Dag­skráin í dag: United mætir Dönunum í Þýska­landi og Pepsi Max stúkan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í Stúkunni í sumar.
Gummi Ben verður með einvalalið sérfræðinga með sér í Stúkunni í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá sportrása Stöðvar 2 Sports í dag. Þrjár frá fótbolta og ein úr heimi rafíþróttanna.

Evrópudeildin klárast þetta tímabilið í Þýskalandi en í dag byrja átta liða úrslitin.

Manchester United mætir Dönunum í FCK í Köln en í Dusseldorf mætast Inter Milan og Bayern Leverkusen.

Þrátt fyrir að það sé enginn fótbolti spilaður á Íslandi um þessar mundir verður Pepsi Max stúkan á dagskránni í kvöld.

Guðmundur Benediktsson fær þá Tómas Inga Tómasson og Atla Viðar Björnsson til sín og fara þeir yfir málefni líðandi stundar í fótboltanum.

GameTíví verður svo á sínum stað á Stöð 2 eSport en alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×