Körfubolti

27 ára körfuboltamaður fékk hjartaáfall á æfingu og dó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Ojo treður boltanum í körfuna í leik með Rauðu Stjörnunni í Euroleague.
Michael Ojo treður boltanum í körfuna í leik með Rauðu Stjörnunni í Euroleague. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Nígeríski-ameríski körfuboltamaðurinn Michael Ojo er látinn eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu í Belgrad í Serbíu.

Michael Ojo er 27 ára miðherji og var á æfingu hjá serbneska félaginu Partizan Belgrad.

Michael Ojo var á einstaklingsæfingu þegar hann hné niður í miðju hlaupi. Ojo var heilsuhraustur og enginn vissi af því að hann væri með einhver hjartavandamál.

Fréttamiðlar í Serbíu segja frá því að Michael Ojo hafi verið fluttur úr íþróttahúsinu og á sjúkrahús þar sem læknum tókst ekki að bjarga lífi hans.

Michael Ojo spilaði í fimm ár með Florida State í bandaríska körfuboltanum. Hann hóf atvinnumannaverfeil sinn hjá körfuboltaliðinu KK FMP í Belgrad þar sem hann spilaði í eitt ár.

Ojo samdi svo við Rauðu Stjörnunna árið 2018 þar sem hann spilaði í tvö tímabil og varð meðal hann serbneskur meistari með félaginu í fyrra.

Michael Ojo var með lausan samning í vor og var að leita sér að nýju félagi. Hann þótti afar öflugur varnarmaður en hann var 216 sentímetrar á hæð.

Það skal tekið fram að þetta er ekki Michael Ojo sem spilaði með Tindstóls liðinu árið 2019. Sá Ojo var bakvörður og af breskum og nígerískum ættum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.