Körfubolti

Doncic í sögubækurnar og flautukarfa Booker | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Doncic í leiknum í nótt.
Doncic í leiknum í nótt. vísir/getty

Luka Doncic skráði sig í sögubækur NBA í nótt er hann varð yngsti leikmaðurinn til að skora meira en 30 stig, taka tuttugu eða fleiri fráköst og gefa tíu eða fleiri stoðsendingar í einum og sama leiknum.

Slóveninn átti þennan frábæra leik er Dallas vann fjögura stiga sigur á Sacramento, 114-110, eftir framlengdan leik. Doncic gerði 34 stig, tók 20 fráköst og gaf tólf stoðsendingar.

Líkurnar á því að Portland Blazers leiki í úrslitakeppninni þetta árið jukust í nótt er þeir unnu mikilvægan átta stiga sigur á Houston, 110-102.

Damian Lillard gerði 21 stig fyrir Portland en James Harden var stigahæstur hjá Houston með 23 stig.

Spennan var einnig mikil í leik Phoenix og LA Clippers en Devin Booker skoraði sigurkörfuna í þann mund sem flautan gall. Lokatölur 117-115.

Úrslitakeppnin í NBA hefst 14. ágúst en heildarstöðuna má sjá hér. Þar má einnig sjá liðin sem nú þegar eru komin í úrslitakeppnina.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.