Sport

Svona er formið á Haf­þóri þegar það er vika í Sterkasti maður Ís­lands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafþór og Marino.
Hafþór og Marino. mynd/skjáskot

Það er vika þangað til Hafþór Júlíus Björnsson verður að keppa í Sterkasti maður Íslands og hann er í fínu formi ef marka má nýjasta myndband hans á YouTube.

Hafþór var þar að taka á því í ræktinni sinni í Kópavoginum, Thor's Power Gym, ásamt líkamsræktarfrömuðinum Marino Katsouris.

Marino Katsouris er einn sá vinsælasti sinnar kynslóðar en tæplega milljón eru að fylgja Englendingnum á Instagram.

Nokkur munur er á hæð og þyngd á þeim félögum en þeir tóku hins vegar vel á því saman.

Marino er 95 kíló en Hafþór steig á vigtina í myndbandinu og er hann nú 185 kíló.

Um næstu helgi verður Fjallið að keppa í Sterkasti maður Íslands sem fer fram á Selfossi en þar á hann titil að verja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.