LeBron tryggði sigur í toppslagnum þegar NBA hófst að nýju Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 07:30 LeBron James á ferðinni gegn LA Clippers í nótt. VÍSIR/GETTY Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í. Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í.
Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum