LeBron tryggði sigur í toppslagnum þegar NBA hófst að nýju Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 07:30 LeBron James á ferðinni gegn LA Clippers í nótt. VÍSIR/GETTY Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í. Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í.
Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira