Sameinað sveitarfélag – lífsgæði og menntun Kristjana Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2020 08:36 Gott samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu. Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best. Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að. Í hinu nýja víðáttumikla sveitarfélagi, er forgangsmál að efla til muna fjarkennslubúnað til að tryggja jafnvægi í kennslu þannig að nemendur, burtséð frá staðsetningu hafi framúrskarandi og óhindrað aðgengi að viðeigandi menntun og kennsluúrræðum. Því fylgir að tryggja hið fyrsta snjalltækjavæðingu menntastofnana og viðeigandi þjálfun starfsfólks. Án góðs starfsfólks virka innviðirnir ekki sem skyldi.Styðja þarf við starfsfólk leik- og grunnskóla og gera þeim kleift að vaxa og styrkjast í sínu starfi og stuðla þannig að frumkvæði, nýsköpun og starfsánægju. Með öflugu starfi mannauðsstjóra við hið nýja sameinaða sveitarfélag, er hægt að auka þjónustu við þennan mikilvæga hóp starfsmanna. Nauðsynlegt er að horfa til þess að íbúar sveitarfélagsins geti stundað framhaldsnám, þ.á m. háskólanám á sínu heimasvæði. Uppbygging háskólastarfs og símenntunar í sveitarfélaginu styrkir stöðu og lífskjör einstaklinga í sveitarfélaginu og stuðlar að því að fólk sjái tækifæri í því að setjast að á svæðinu og byggja upp sína framtíð. Með nýju öflugu sveitarfélagi aukast til muna möguleikar á uppbyggingu slíkrar starfsemi. Framtíð sveitarfélagsins, og landshlutans alls, felst í því að við hlúum vel að mennta- og fræðslumálum. Öflugt leik- og grunnskólastarf er lykillinn að því að hið nýja sameinaða sveitarfélag vaxi og dafni. Uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi er lykilforsenda öflugs og blómlegs mannlífs. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Gott samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu. Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best. Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að. Í hinu nýja víðáttumikla sveitarfélagi, er forgangsmál að efla til muna fjarkennslubúnað til að tryggja jafnvægi í kennslu þannig að nemendur, burtséð frá staðsetningu hafi framúrskarandi og óhindrað aðgengi að viðeigandi menntun og kennsluúrræðum. Því fylgir að tryggja hið fyrsta snjalltækjavæðingu menntastofnana og viðeigandi þjálfun starfsfólks. Án góðs starfsfólks virka innviðirnir ekki sem skyldi.Styðja þarf við starfsfólk leik- og grunnskóla og gera þeim kleift að vaxa og styrkjast í sínu starfi og stuðla þannig að frumkvæði, nýsköpun og starfsánægju. Með öflugu starfi mannauðsstjóra við hið nýja sameinaða sveitarfélag, er hægt að auka þjónustu við þennan mikilvæga hóp starfsmanna. Nauðsynlegt er að horfa til þess að íbúar sveitarfélagsins geti stundað framhaldsnám, þ.á m. háskólanám á sínu heimasvæði. Uppbygging háskólastarfs og símenntunar í sveitarfélaginu styrkir stöðu og lífskjör einstaklinga í sveitarfélaginu og stuðlar að því að fólk sjái tækifæri í því að setjast að á svæðinu og byggja upp sína framtíð. Með nýju öflugu sveitarfélagi aukast til muna möguleikar á uppbyggingu slíkrar starfsemi. Framtíð sveitarfélagsins, og landshlutans alls, felst í því að við hlúum vel að mennta- og fræðslumálum. Öflugt leik- og grunnskólastarf er lykillinn að því að hið nýja sameinaða sveitarfélag vaxi og dafni. Uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi er lykilforsenda öflugs og blómlegs mannlífs. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar