Eru vespur náttúrulögmál? Guðmundur Karl Einarsson skrifar 22. júlí 2020 15:15 „Pabbi, ég þori ekki að hjóla úti“ sagði þriggja ára dóttir mín einn góðviðrisdaginn. Hún var lítil í sér og vildi helst halda fyrir eyrun. Þegar ég spurði hana við hvað hún væri hrædd var svarið einfalt: mótorhjól. Við búum Kórahverfi. Hverfið er barnvænt enda göngustígar og leikvellir innan seilingar fjarri umferðargötum. En unglingar á vespum eru því miður orðnir vandamál hér sem víðar. Hávær vélknúin ökutækin þjóta um göngustígana, oft á ofsahraða, með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur að ekki séð talað um hljóðmengunina sem fylgir. Á vespunum sitja unglingar sem njóta frelsisins sem fylgir þessum tækjum. Mikið skil ég þau. Ég er alveg viss um að ég hefði verið friðlaus að eignast svona farartæki hefði það verið í boði á tíunda áratugnum. Umræddar vespur kallast létt bifhjól í flokki 1 og mega ekki aka hraðar en 25 km/klst. Vandinn er hins vegar að margir hafa breytt hjólunum svo þau komast mun hraðar en aka engu að síður á sama göngustíg og þriggja ára dóttir mín notar. Þá er vinsælt að koma saman á kvöldin á hjólunum og þá eru flauturnar óspart notaðar. Aftur er þriggja ára dóttir mín fórnarlambið og vaknar með andfælum. Ég skora á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samgöngustofu að taka málefni léttra bifhjóla í flokki 1 til gagngerrar endurskoðunar. Ekki bíða eftir að það verði alvarlegt slys heldur bregðumst strax við. Hver vill hafa ástandið svona? Vespur eru nefnilega ekki náttúrulögmál. Höfundur er foreldri og flugumferðarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
„Pabbi, ég þori ekki að hjóla úti“ sagði þriggja ára dóttir mín einn góðviðrisdaginn. Hún var lítil í sér og vildi helst halda fyrir eyrun. Þegar ég spurði hana við hvað hún væri hrædd var svarið einfalt: mótorhjól. Við búum Kórahverfi. Hverfið er barnvænt enda göngustígar og leikvellir innan seilingar fjarri umferðargötum. En unglingar á vespum eru því miður orðnir vandamál hér sem víðar. Hávær vélknúin ökutækin þjóta um göngustígana, oft á ofsahraða, með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur að ekki séð talað um hljóðmengunina sem fylgir. Á vespunum sitja unglingar sem njóta frelsisins sem fylgir þessum tækjum. Mikið skil ég þau. Ég er alveg viss um að ég hefði verið friðlaus að eignast svona farartæki hefði það verið í boði á tíunda áratugnum. Umræddar vespur kallast létt bifhjól í flokki 1 og mega ekki aka hraðar en 25 km/klst. Vandinn er hins vegar að margir hafa breytt hjólunum svo þau komast mun hraðar en aka engu að síður á sama göngustíg og þriggja ára dóttir mín notar. Þá er vinsælt að koma saman á kvöldin á hjólunum og þá eru flauturnar óspart notaðar. Aftur er þriggja ára dóttir mín fórnarlambið og vaknar með andfælum. Ég skora á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samgöngustofu að taka málefni léttra bifhjóla í flokki 1 til gagngerrar endurskoðunar. Ekki bíða eftir að það verði alvarlegt slys heldur bregðumst strax við. Hver vill hafa ástandið svona? Vespur eru nefnilega ekki náttúrulögmál. Höfundur er foreldri og flugumferðarstjóri.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar