Er lífshættulegt að búa á landsbyggðinni? Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 08:00 Nýlega birtist grein í Morgunblaðinu sem bar heitið „Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?". Þar leggjum við sjálfstæðismenn á landsbyggðinni áherslu á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. Þar er um brýnt öryggismál að ræða því tíminn skiptir öllu máli í bráðaveikindum hvort sem um er að ræða tíminn eftir lendingu og að sérhæfðu bráðaþjónustunni eða fyrstu viðbrögð úti á landsbyggðinni við bráðaveikindum.Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eigum við öll að hafa jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma hvar sem við búum á landinu. Lang víðfeðmasta sveitarfélag landsins ekki tækjum búið til fullnaðarbráðagreiningar Nú líður senn að kosningum á Austurlandi en 19. september nk. verða fyrstu sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem verður lang víðfeðmasta sveitarfélag landssins. Að tækjakostur til bráðagreiningar sé ekki til staðar til að fullgreina bráðaástand sjúklings við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum í miðlægu nýju sveitarfélagi er óásættanlegt. Hér skiptir tíminn öllu máli. Við landsbyggðarfólk búum nógu langt frá sérhæfðri bráðaþjónustu þó ekki sé illa farið með tímann sem sker úr um líf okkar eða hvort við náum almennt fyrri heilsu. Í dag þarf að keyra 68 km leið á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað í fullnaðarbráðagreiningu og svo aftur upp í Egilsstaði í sjúkraflug. Ljóst er að við verðum að eiga öflugt Fjórðungssjúkrahús sem er vel tækjum búið, en það er einnig lífsnauðsynlegt að vera vel tækjum búin til fullnaðarbráðagreiningar við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum til að losna við langt ferðalag til bráðagreiningar sem getur lagt líf okkar og heilsu í hættu. Sameiginleg rödd SSA í að stórbæta tækjakost í bráðatilvikum Samkvæmt ályktunum haustþings SSA á Borgarfirði eystri þann 12.október 2019, lögðu öll sveitarfélög á Austurlandi fram sameiginlega bókun; Lögð verði sérstök áhersla á eflingu frumgreininga í bráðatilvikum með kaupum á nauðsynlegum greiningartækjum á heilsugæslum staðsettum í nánd við sjúkraflugvelli. Sjúkraflugvellirnir eru á Egilsstöðum og í Neskaupsstað. Austurland er mjög víðfemt. Til að komast á milli staða þarf að aka í gegnum göng, yfir heiðar og fyrir skriður í allskonar veðrum. Því skiptir það miklu máli að hægt sé að fullnaðarbráðagreina við báða sjúkraflugvellina og koma sjúklingi þannig sem fyrst í viðeigandi læknismeðferð. Hver mínúta skiptir máli. Mikið vantar upp á að greiningartæki séu til staðar á Egilsstöðum til fullnaðargreininga í bráðatilvikum. Sjálfstæðisflokkurinn í sameinuðu sveitarfélagi leggur því áherslu á að lagt verði fjármagn í kaup á sneiðmyndatæki og öðrum nauðsynlegum tækjakosti til fullnaðarbráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum. Þannig styttum við viðbragðstímann í bráðaveikindum fólks á Austurlandi, flýtum því að rétt meðferð geti hafist og aukum líkur á að fólk nái fyrri heilsu á ný. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nýlega birtist grein í Morgunblaðinu sem bar heitið „Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?". Þar leggjum við sjálfstæðismenn á landsbyggðinni áherslu á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. Þar er um brýnt öryggismál að ræða því tíminn skiptir öllu máli í bráðaveikindum hvort sem um er að ræða tíminn eftir lendingu og að sérhæfðu bráðaþjónustunni eða fyrstu viðbrögð úti á landsbyggðinni við bráðaveikindum.Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eigum við öll að hafa jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma hvar sem við búum á landinu. Lang víðfeðmasta sveitarfélag landsins ekki tækjum búið til fullnaðarbráðagreiningar Nú líður senn að kosningum á Austurlandi en 19. september nk. verða fyrstu sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem verður lang víðfeðmasta sveitarfélag landssins. Að tækjakostur til bráðagreiningar sé ekki til staðar til að fullgreina bráðaástand sjúklings við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum í miðlægu nýju sveitarfélagi er óásættanlegt. Hér skiptir tíminn öllu máli. Við landsbyggðarfólk búum nógu langt frá sérhæfðri bráðaþjónustu þó ekki sé illa farið með tímann sem sker úr um líf okkar eða hvort við náum almennt fyrri heilsu. Í dag þarf að keyra 68 km leið á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað í fullnaðarbráðagreiningu og svo aftur upp í Egilsstaði í sjúkraflug. Ljóst er að við verðum að eiga öflugt Fjórðungssjúkrahús sem er vel tækjum búið, en það er einnig lífsnauðsynlegt að vera vel tækjum búin til fullnaðarbráðagreiningar við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum til að losna við langt ferðalag til bráðagreiningar sem getur lagt líf okkar og heilsu í hættu. Sameiginleg rödd SSA í að stórbæta tækjakost í bráðatilvikum Samkvæmt ályktunum haustþings SSA á Borgarfirði eystri þann 12.október 2019, lögðu öll sveitarfélög á Austurlandi fram sameiginlega bókun; Lögð verði sérstök áhersla á eflingu frumgreininga í bráðatilvikum með kaupum á nauðsynlegum greiningartækjum á heilsugæslum staðsettum í nánd við sjúkraflugvelli. Sjúkraflugvellirnir eru á Egilsstöðum og í Neskaupsstað. Austurland er mjög víðfemt. Til að komast á milli staða þarf að aka í gegnum göng, yfir heiðar og fyrir skriður í allskonar veðrum. Því skiptir það miklu máli að hægt sé að fullnaðarbráðagreina við báða sjúkraflugvellina og koma sjúklingi þannig sem fyrst í viðeigandi læknismeðferð. Hver mínúta skiptir máli. Mikið vantar upp á að greiningartæki séu til staðar á Egilsstöðum til fullnaðargreininga í bráðatilvikum. Sjálfstæðisflokkurinn í sameinuðu sveitarfélagi leggur því áherslu á að lagt verði fjármagn í kaup á sneiðmyndatæki og öðrum nauðsynlegum tækjakosti til fullnaðarbráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum. Þannig styttum við viðbragðstímann í bráðaveikindum fólks á Austurlandi, flýtum því að rétt meðferð geti hafist og aukum líkur á að fólk nái fyrri heilsu á ný. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun