Sport

Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elena Delle Donne átti frábært tímabil með Washington Mystics liðinu í fyrra þar sem hún var kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar. Hún var með 19,5 stig og 8,3 fráköst í leik auk þess að nýta 97 prósent af 117 vítum sínum.
Elena Delle Donne átti frábært tímabil með Washington Mystics liðinu í fyrra þar sem hún var kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar. Hún var með 19,5 stig og 8,3 fráköst í leik auk þess að nýta 97 prósent af 117 vítum sínum. Getty/Leon Bennett

Bandaríska körfuboltakonan Elena Delle Donne þarf að taka erfiða ákvörðun á næstunni eftir að hún fékk ekki læknaleyfið sem hún sóttist eftir.

WNBA deildin ætlar að spila 2020 tímabilið eins og karlarnir í NBA-deildinni þrátt fyrir slæmt ástand á kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum.

WNBA-deildin mun flytja öll inn í eigin heim þar sem engum verður hleypt inn fyrr en að WNBA-meistari hefur verið krýndur.

Elena Delle Donne er ein stærsta stjarna WNBA-deildarinnar en hún var valin besti leikmaður hennar á síðustu leiktíð og leiddi lið sitt, Washington Mystics, til sigurs í úrslitakeppninni.

Elena Delle Donne sendi inn beiðni til WNBA deildarinnar um að fá að leyfi á launum vegna þess að hún er með Lyme-sjúkdóminn og telur sig vera í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar.

Lyme-sjúkdómurinn er ekki í hóp þeirra undirliggjandi sjúkdóma sem Smit- og sóttvarnastofnun Bandaríkjanna telur að auki hættuna ef viðkomandi smitast af kórónuveirunni.

„Mér sárnaði mikið við að heyra um þessa ákvörðun þeirra,“ skrifaði Elena Delle Donne í pistil á Players Tribute.

„Líkmanninn minn bregst ekki við vírusum eins og líkami heilbrigðar manneskju. Þegar Covid kom og WNBA deildin ákvað að fara þessa leið þá datt mér það aldrei í hug að ég yrði ekki sett í áhættuhóp,“ skrifaði Delle Donne.

„Nú stend ég frammi fyrir tveimur kostum. Ég get annað hvort sett sjálfa mig í lífshættu eða gefið eftir launin mín,“ skrifaði Elena Delle Donne.

„Ég er ekki með laun eins og strákarnir í NBA. Ég hef heldur engan áhuga á því að fara í stríð við deildina út af þessu. Ég get líka ekki áfrýjað,“ skrifaði Delle Donne.

WNBA-deildin á að byrja 25. júlí næstkomandi og fer hún öll fram á einum stað í Flórída fylki.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×