Fangelsið á Akureyri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. júlí 2020 12:52 Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar