Fangelsið á Akureyri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. júlí 2020 12:52 Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar