Fangelsið á Akureyri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. júlí 2020 12:52 Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar