Fangelsið á Akureyri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. júlí 2020 12:52 Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Mótmæla þarf og koma þarf í veg fyrir fyrirhugaða lokun fangelsis á Akureyri. Fyrir því eru nokkrar ástæður, m.a. allt það sem varðar þann þátt sem gjarnan er settur undir það sem við köllum mannlegt, jafnvel sam-mannlegt. Það er ekki hægt að sleppa því að hugsa til heilbrigðiskerfisins í þessu sambandi, réttlætinguna fyrir því að færa alla heilbrigðisþjónustu á eitt horn landsins, það sagt hagkvæmasti kosturinn. Fyrir hvern? Getur verið að við stöndum frammi fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu ferðakostnaðar ef náinn ættingi fanga óskar þess að heimsækja viðkomandi í fangelsi fyrir sunnan og verða þá aðeins í boði niðurgreiðsla á tveimur ferðum á ári. Getur verið að skoska leiðin nýtist til þessa? Fyrstu fréttir 6. júlí komu öllum í opna skjöldu og það sem verra er, loka á fangelsinu eftir hálfan mánuð, á miðju sumri. Þessi ákvörðun kynnt án nokkurs samráðs við löggjafann, embættið á Akureyri, bæjarstjórn, hagsmunafélög og hagaðila. Talað er um að óhagkvæmt sé að reka litla einingu enda séu nægjanlega mörg pláss á Hólmsheiði og stutt í bæinn! Allt eru þetta kunnugleg stef. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. En hvað þá með þetta mannlega, hið sam-mannlega. Fangar eiga fjölskyldur, jafnvel börn. Þeir eiga vini, meira að segja vini sem vilja aðstoða þá og vera þeim innanhandar svo þeir geti komist út í samfélagið aftur sem betri menn. Betrunarvist. Fangelsið á Akureyri hefur það orðspor að veita góða og faglega nálgun, fangaverðir sýna umhyggju. Bent hefur verið á að fangar sem ekki hafa þrifist í öðrum fangelsum hafa náð betri fótfestu í fangelsinu á Akureyri. Að þessu sögðu væri frekar ráð að auka vægi fangelsisins á Akureyri, samhliða viðbyggingu lögreglustöðvarinnar en húsnæði hennar er yfir 40 ára gamalt og löngu kominn tími til. Því það má ekki gleymast að það er meðal annars hlutverk hins opinbera að þjónusta alla sína íbúa hvar sem þeir standa í tilverunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun