Körfubolti

Shaq bauð Barkley peningabúnt fyrir bara eitt rétt svar í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Barkley er mjög farsæll sjónvarpsmaður enda með sterkar skoðanir og þá getur hann líka tekið gríni.
Charles Barkley er mjög farsæll sjónvarpsmaður enda með sterkar skoðanir og þá getur hann líka tekið gríni. Getty/Streeter Lecka

Það styttist í það að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað eftir margra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldarins og það þýðir jafnframt að strákarnir á TNT eru komnir á skjáinn á nýjan leik.

„Inside the NBA“ þátturinn á TNT sjónvarpsstöðinni fjallar um NBA-deildina í körfubolta en hún er nú að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Stjörnur þáttarins, goðsagnirnar Charles Barkley og Shaquille O'Neal voru að sjálfsögðu mættar í fyrsta þáttinn.

Reglulegur liður í „Inside the NBA“ þættinum er að láta Charles Barkley giska á með hvaða liði ákveðnir leikmenn í NBA-deildinni spila. Shaquille O'Neal sparar það ekki að skjóta á Sir Charles og að þessu sinni fór hann nýja leið.

Leikmennirnir sem um ræðir í þessum lið eru auðvitað ekki stærstu stjörnur NBA-deildarinnar heldur oft flökkukindurnar. Leikmenn sem hafa skapað sér nafn í deildinni en hafa spilað með mörgum liðum.

Charles Barkley hefur sterkar skoðanir á körfubolta en fylgist kannski ekki alveg með flakki þessara leikmanna á milli liða. Það þýðir að honum gengur ekki vel í þessum lið í „Inside the NBA“ þættinum. Honum gengur oft hryllilega illa.

Charles Barkley byrjaði samt sem áður frábærlega að þessu sinni og var með fyrsta manninn rétt en það þótti hinum merkilegur árangur hjá honum. Svo fór reyndar að halla undan fæti hjá Barkley.

Shaquille O'Neal ákvað að kynda í sínum manni með því að bjóða honum heilt peningabúnt af hundrað dollara seðlum fyrir bara eitt rétt svar í viðbót. Það má sjá hvernig Charles Barkley gekk eftir það hér fyrir neðan.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.