Shaq bauð Barkley peningabúnt fyrir bara eitt rétt svar í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 11:30 Charles Barkley er mjög farsæll sjónvarpsmaður enda með sterkar skoðanir og þá getur hann líka tekið gríni. Getty/Streeter Lecka Það styttist í það að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað eftir margra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldarins og það þýðir jafnframt að strákarnir á TNT eru komnir á skjáinn á nýjan leik. „Inside the NBA“ þátturinn á TNT sjónvarpsstöðinni fjallar um NBA-deildina í körfubolta en hún er nú að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Stjörnur þáttarins, goðsagnirnar Charles Barkley og Shaquille O'Neal voru að sjálfsögðu mættar í fyrsta þáttinn. Reglulegur liður í „Inside the NBA“ þættinum er að láta Charles Barkley giska á með hvaða liði ákveðnir leikmenn í NBA-deildinni spila. Shaquille O'Neal sparar það ekki að skjóta á Sir Charles og að þessu sinni fór hann nýja leið. Leikmennirnir sem um ræðir í þessum lið eru auðvitað ekki stærstu stjörnur NBA-deildarinnar heldur oft flökkukindurnar. Leikmenn sem hafa skapað sér nafn í deildinni en hafa spilað með mörgum liðum. Charles Barkley hefur sterkar skoðanir á körfubolta en fylgist kannski ekki alveg með flakki þessara leikmanna á milli liða. Það þýðir að honum gengur ekki vel í þessum lið í „Inside the NBA“ þættinum. Honum gengur oft hryllilega illa. Charles Barkley byrjaði samt sem áður frábærlega að þessu sinni og var með fyrsta manninn rétt en það þótti hinum merkilegur árangur hjá honum. Svo fór reyndar að halla undan fæti hjá Barkley. Shaquille O'Neal ákvað að kynda í sínum manni með því að bjóða honum heilt peningabúnt af hundrað dollara seðlum fyrir bara eitt rétt svar í viðbót. Það má sjá hvernig Charles Barkley gekk eftir það hér fyrir neðan. Charles gave it his best shot on Who He Play For? NBA restart edition ?? pic.twitter.com/BxNPEq0Ew0— NBA on TNT (@NBAonTNT) July 10, 2020 NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Það styttist í það að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað eftir margra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldarins og það þýðir jafnframt að strákarnir á TNT eru komnir á skjáinn á nýjan leik. „Inside the NBA“ þátturinn á TNT sjónvarpsstöðinni fjallar um NBA-deildina í körfubolta en hún er nú að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Stjörnur þáttarins, goðsagnirnar Charles Barkley og Shaquille O'Neal voru að sjálfsögðu mættar í fyrsta þáttinn. Reglulegur liður í „Inside the NBA“ þættinum er að láta Charles Barkley giska á með hvaða liði ákveðnir leikmenn í NBA-deildinni spila. Shaquille O'Neal sparar það ekki að skjóta á Sir Charles og að þessu sinni fór hann nýja leið. Leikmennirnir sem um ræðir í þessum lið eru auðvitað ekki stærstu stjörnur NBA-deildarinnar heldur oft flökkukindurnar. Leikmenn sem hafa skapað sér nafn í deildinni en hafa spilað með mörgum liðum. Charles Barkley hefur sterkar skoðanir á körfubolta en fylgist kannski ekki alveg með flakki þessara leikmanna á milli liða. Það þýðir að honum gengur ekki vel í þessum lið í „Inside the NBA“ þættinum. Honum gengur oft hryllilega illa. Charles Barkley byrjaði samt sem áður frábærlega að þessu sinni og var með fyrsta manninn rétt en það þótti hinum merkilegur árangur hjá honum. Svo fór reyndar að halla undan fæti hjá Barkley. Shaquille O'Neal ákvað að kynda í sínum manni með því að bjóða honum heilt peningabúnt af hundrað dollara seðlum fyrir bara eitt rétt svar í viðbót. Það má sjá hvernig Charles Barkley gekk eftir það hér fyrir neðan. Charles gave it his best shot on Who He Play For? NBA restart edition ?? pic.twitter.com/BxNPEq0Ew0— NBA on TNT (@NBAonTNT) July 10, 2020
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira