Shaq bauð Barkley peningabúnt fyrir bara eitt rétt svar í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 11:30 Charles Barkley er mjög farsæll sjónvarpsmaður enda með sterkar skoðanir og þá getur hann líka tekið gríni. Getty/Streeter Lecka Það styttist í það að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað eftir margra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldarins og það þýðir jafnframt að strákarnir á TNT eru komnir á skjáinn á nýjan leik. „Inside the NBA“ þátturinn á TNT sjónvarpsstöðinni fjallar um NBA-deildina í körfubolta en hún er nú að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Stjörnur þáttarins, goðsagnirnar Charles Barkley og Shaquille O'Neal voru að sjálfsögðu mættar í fyrsta þáttinn. Reglulegur liður í „Inside the NBA“ þættinum er að láta Charles Barkley giska á með hvaða liði ákveðnir leikmenn í NBA-deildinni spila. Shaquille O'Neal sparar það ekki að skjóta á Sir Charles og að þessu sinni fór hann nýja leið. Leikmennirnir sem um ræðir í þessum lið eru auðvitað ekki stærstu stjörnur NBA-deildarinnar heldur oft flökkukindurnar. Leikmenn sem hafa skapað sér nafn í deildinni en hafa spilað með mörgum liðum. Charles Barkley hefur sterkar skoðanir á körfubolta en fylgist kannski ekki alveg með flakki þessara leikmanna á milli liða. Það þýðir að honum gengur ekki vel í þessum lið í „Inside the NBA“ þættinum. Honum gengur oft hryllilega illa. Charles Barkley byrjaði samt sem áður frábærlega að þessu sinni og var með fyrsta manninn rétt en það þótti hinum merkilegur árangur hjá honum. Svo fór reyndar að halla undan fæti hjá Barkley. Shaquille O'Neal ákvað að kynda í sínum manni með því að bjóða honum heilt peningabúnt af hundrað dollara seðlum fyrir bara eitt rétt svar í viðbót. Það má sjá hvernig Charles Barkley gekk eftir það hér fyrir neðan. Charles gave it his best shot on Who He Play For? NBA restart edition ?? pic.twitter.com/BxNPEq0Ew0— NBA on TNT (@NBAonTNT) July 10, 2020 NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Það styttist í það að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað eftir margra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldarins og það þýðir jafnframt að strákarnir á TNT eru komnir á skjáinn á nýjan leik. „Inside the NBA“ þátturinn á TNT sjónvarpsstöðinni fjallar um NBA-deildina í körfubolta en hún er nú að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Stjörnur þáttarins, goðsagnirnar Charles Barkley og Shaquille O'Neal voru að sjálfsögðu mættar í fyrsta þáttinn. Reglulegur liður í „Inside the NBA“ þættinum er að láta Charles Barkley giska á með hvaða liði ákveðnir leikmenn í NBA-deildinni spila. Shaquille O'Neal sparar það ekki að skjóta á Sir Charles og að þessu sinni fór hann nýja leið. Leikmennirnir sem um ræðir í þessum lið eru auðvitað ekki stærstu stjörnur NBA-deildarinnar heldur oft flökkukindurnar. Leikmenn sem hafa skapað sér nafn í deildinni en hafa spilað með mörgum liðum. Charles Barkley hefur sterkar skoðanir á körfubolta en fylgist kannski ekki alveg með flakki þessara leikmanna á milli liða. Það þýðir að honum gengur ekki vel í þessum lið í „Inside the NBA“ þættinum. Honum gengur oft hryllilega illa. Charles Barkley byrjaði samt sem áður frábærlega að þessu sinni og var með fyrsta manninn rétt en það þótti hinum merkilegur árangur hjá honum. Svo fór reyndar að halla undan fæti hjá Barkley. Shaquille O'Neal ákvað að kynda í sínum manni með því að bjóða honum heilt peningabúnt af hundrað dollara seðlum fyrir bara eitt rétt svar í viðbót. Það má sjá hvernig Charles Barkley gekk eftir það hér fyrir neðan. Charles gave it his best shot on Who He Play For? NBA restart edition ?? pic.twitter.com/BxNPEq0Ew0— NBA on TNT (@NBAonTNT) July 10, 2020
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira