Innlent

Þrettán þúsund skjálftar frá því að hrinan hófst

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Skjálftahrinan á upptök sín norðvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu.
Skjálftahrinan á upptök sín norðvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Vísir/Jóhann

Veðurstofan varar enn við því að stór skjálfti allt upp að sjö stigum gæti riðið yfir við mynni Eyjafjarðar. Þrettán þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan 19. júní og er þetta mesta skjálftahrina þar í 40 ár. Náttúruvásérfræðingur segir mikilvægt að fólk hafi varann á

Þrír skjálftar af stærð 5-6 mældust á fyrstu dögum hrinunnar sem hefur verið kröftugust á tveimur stöðum við Siglufjörð. Sigurdís Björg Jónasdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni.

„Staðan er sú að það er enn þá hrina í gangi. Það hafa um 300 skjálftar mælst á svæðinu um helgina en engir stórir skjálftar enn við vörum enn þá við stórum skjálfta. Það hafa yfir 13.000 skjálftar verið á svæðinu síðan hrinan hófst,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur.

„Við biðjum fólk að vera enn þá með varann á og ekki vera með þunga hluti fyrir ofan rúm af því þessi hrina er enn þá í fullum gangi og maður veit aldrei hvað getur gerst.“

„Hversu stór gæti skjálftinn orðið? Það gæti komið skjálfti þarna að 7 stigum en það er mjög stórt og myndi hafa mikil áhrif. En sögulega hefur það gerst,“ sagði Sigurdís.

Sigurdís hvetur fólk á svæðinu að tilkynna á vefnum vedur.is ef það finnur skjálfta og segir að Siglfirðingar hafi verið duglegir að láta vita sem sé afar gagnlegt fyrir Veðurstofuna.

„Þetta eru brotahreyfingar á misgengi sem heitir Flateyjar-og Húsavíkurmisgengið þetta er partur af því að flekarnir eru að ganga í sundur,“ sagði Sigurdís Björg Jónasdóttir.


Tengdar fréttir

Skjálftar fundust í Eyja­firði í gær

Þrír stærri skjálftar urðu við mynni Eyjafjarðar í gær og varð sá stærsti klukkan 18:34 um 15 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá. Sá mældist 3,5 að stærð.

Stærsti skjálftinn í rúma viku

Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar er enn yfirstandandi að sögn jarðvísindamanns á Veðurstofunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.