Innlent

Þrettán þúsund skjálftar frá því að hrinan hófst

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Skjálftahrinan á upptök sín norðvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu.
Skjálftahrinan á upptök sín norðvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Vísir/Jóhann

Veðurstofan varar enn við því að stór skjálfti allt upp að sjö stigum gæti riðið yfir við mynni Eyjafjarðar. Þrettán þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan 19. júní og er þetta mesta skjálftahrina þar í 40 ár. Náttúruvásérfræðingur segir mikilvægt að fólk hafi varann á

Þrír skjálftar af stærð 5-6 mældust á fyrstu dögum hrinunnar sem hefur verið kröftugust á tveimur stöðum við Siglufjörð. Sigurdís Björg Jónasdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni.

„Staðan er sú að það er enn þá hrina í gangi. Það hafa um 300 skjálftar mælst á svæðinu um helgina en engir stórir skjálftar enn við vörum enn þá við stórum skjálfta. Það hafa yfir 13.000 skjálftar verið á svæðinu síðan hrinan hófst,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur.

„Við biðjum fólk að vera enn þá með varann á og ekki vera með þunga hluti fyrir ofan rúm af því þessi hrina er enn þá í fullum gangi og maður veit aldrei hvað getur gerst.“

„Hversu stór gæti skjálftinn orðið? Það gæti komið skjálfti þarna að 7 stigum en það er mjög stórt og myndi hafa mikil áhrif. En sögulega hefur það gerst,“ sagði Sigurdís.

Sigurdís hvetur fólk á svæðinu að tilkynna á vefnum vedur.is ef það finnur skjálfta og segir að Siglfirðingar hafi verið duglegir að láta vita sem sé afar gagnlegt fyrir Veðurstofuna.

„Þetta eru brotahreyfingar á misgengi sem heitir Flateyjar-og Húsavíkurmisgengið þetta er partur af því að flekarnir eru að ganga í sundur,“ sagði Sigurdís Björg Jónasdóttir.


Tengdar fréttir

Skjálftar fundust í Eyja­firði í gær

Þrír stærri skjálftar urðu við mynni Eyjafjarðar í gær og varð sá stærsti klukkan 18:34 um 15 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá. Sá mældist 3,5 að stærð.

Stærsti skjálftinn í rúma viku

Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar er enn yfirstandandi að sögn jarðvísindamanns á Veðurstofunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×