Hvar á ég að búa? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 11. júlí 2020 09:00 ,,Rauði krossinn flytur suður” og ,,Fangelsinu á Akureyri verður lokað.'' Þessar tvær fyrirsagnir fóru fyrir brjóstið á mér í vikunni. Margar slíkar fyrirsagnir fara fram hjá þorra landsmanna möglega vegna aðstæðna í samfélaginu og heilsuógnar eða ef til vill vegna þess að um er að ræða ákvarðanir sem eru svo fjarlægar þeim. Hvaða máli skiptir það að fangelsinu á Akureyri lokar? Eða Rauði krossinn færir störfin suður. Er þetta ekki hvort sem er smávægileg breyting eða tilfærsla á störfum? Staðreyndin er þó sú að með ákvörðunum um að loka útibúum glatast störf og með störfunum flyst fólk sem leitar eftir störfum sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Með fólkinu fer dýrmæt þekking úr sveitarfélaginu og jafnvel landshlutanum. Það munar mjög mikið um hvern og einn í litlu samfélagi. Fólkinu fækkar, börnunum í skólanum fækkar, þjónustan minnkar því að það er færra fólk að þjónusta. Minni innkoma verður til sveitarfélagsins og of kostnaðarsamt er að halda úti öllum litlu útibúunum út á landi sem þjónusta á þær fáu ,,hræður’’ sem telja það vera mannréttindi að búa áfram í húsunum sínum og samfélaginu sem það hefur alið manninn. Sækja þarf því þjónustuna suður eða í annað fjarlægara þéttbýli sem fjallvegir liggja stundum á milli með tilheyrandi erfiðleikum og tíma sem fer í að sækja sér grunnþjónustu hvort sem það er opinber þjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað. Erfitt getur verið síðan að fá fólk til að flytjast í sveitarfélagið aftur þrátt fyrir viðleitni sveitarfélaga um að hafa samfélagið aðlaðandi og fjölskylduvænt því að atvinnutækifærin eru fábreytt og lítil þjónusta er í nærumhverfinu. Slíkt er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar það leitar að stað til að setjast að á og stofna fjölskyldu. Lokun starfsstöðva Landsbankans í Bolungarvík, fangelsisins á Akureyri, niðurlagning prestakallsins á Raufarhöfn og svo mætti lengi telja hefur því keðjuverkandi áhrif á samfélögin í landinu. Þetta þekkja flestir sem hafa búið eða búa í landsbyggðunum utan höfuðborgarsvæðisins. Samfélagsumræður varðandi flutning á ríkisstofnunum og störfum frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina einkennast oftar en ekki af því verið sé að flytja fólk með nauðung út á land sem hefur mikil áhrif á þeirra einka- og fjölskyldulíf. Þessi umræða á oft rétt á sér enda þarf að standa vel að slíkum flutningum, en hún virðist þó ekki vera á þann veg þegar störf eru lögð niður út á landi eða flutt suður og fólk þar með neytt til að hörfa annað í leit að atvinnu eða flytjast búferlum því oftar en ekki eru ekki sambærileg störf að finna í sveitarfélaginu eða nærliggjandi sveitarfélögum. Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum. Sem ung manneskja í háskólanámi, alin upp á landsbyggðinni, fæ ég oft spurninguna: ,,ætlar þú að flytja aftur heim í framtíðinni?’’ Svarið er yfirleitt á þá leið: ,,hvað ætti ég að fara gera fyrir vestan, munu verða einhver störf sem hæfa þeirri menntun sem ég hef þá numið og verður einhver þjónusta til staðar í plássinu?’’ Það er því ekki nema von að maður velti því fyrir sér hver og hvar hin raunverulega byggðastefna sé og hver sé ábyrgð stórfyrirtækja, félagasamtaka og ríkisins. Skiptir það máli að fólk hafi raunverulegt val um búsetu og að landið sé allt í byggð, að teknir séu samfélagslegir og ánægjukvarðar íbúa vegna búsetu við útreikninga á hagsæld eða á að byggja allt samfélagið á forsendum excelskjalsins og pennastrika þannig að allir landsmenn flytjist búferlum og búi í póstnúmerum undir 300? Er ekki nær að koma að borðinu með sveitarfélögunum og skoða hvernig megi viðhalda störfunum, fjölga þeim og auka starfsfjölbreytni með samstarfi og gera störfin þannig að þau geti verið án staðsetninga t.d. með skrifstofuhótelum í samstarfi við sveitarfélögin í veröld sem verður æ meira tæknivædd og ætti því að auðvelda okkur sem þjóð að hafa landið allt í byggð. Ég skora á landsmenn alla að gera það að sameiginlegu verkefni að halda landinu öllu í byggð og verja þau fámennu byggðarlög sem eru um landið í samstarfi við íbúa og sveitarfélögin. Það er gott að geta ferðast um hamingjusamt land og blómlegar byggðir. Gleðilegt ferðasumar! Höfundur er Vestfirðingur, laganemi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
,,Rauði krossinn flytur suður” og ,,Fangelsinu á Akureyri verður lokað.'' Þessar tvær fyrirsagnir fóru fyrir brjóstið á mér í vikunni. Margar slíkar fyrirsagnir fara fram hjá þorra landsmanna möglega vegna aðstæðna í samfélaginu og heilsuógnar eða ef til vill vegna þess að um er að ræða ákvarðanir sem eru svo fjarlægar þeim. Hvaða máli skiptir það að fangelsinu á Akureyri lokar? Eða Rauði krossinn færir störfin suður. Er þetta ekki hvort sem er smávægileg breyting eða tilfærsla á störfum? Staðreyndin er þó sú að með ákvörðunum um að loka útibúum glatast störf og með störfunum flyst fólk sem leitar eftir störfum sem hæfa menntun þeirra og reynslu. Með fólkinu fer dýrmæt þekking úr sveitarfélaginu og jafnvel landshlutanum. Það munar mjög mikið um hvern og einn í litlu samfélagi. Fólkinu fækkar, börnunum í skólanum fækkar, þjónustan minnkar því að það er færra fólk að þjónusta. Minni innkoma verður til sveitarfélagsins og of kostnaðarsamt er að halda úti öllum litlu útibúunum út á landi sem þjónusta á þær fáu ,,hræður’’ sem telja það vera mannréttindi að búa áfram í húsunum sínum og samfélaginu sem það hefur alið manninn. Sækja þarf því þjónustuna suður eða í annað fjarlægara þéttbýli sem fjallvegir liggja stundum á milli með tilheyrandi erfiðleikum og tíma sem fer í að sækja sér grunnþjónustu hvort sem það er opinber þjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað. Erfitt getur verið síðan að fá fólk til að flytjast í sveitarfélagið aftur þrátt fyrir viðleitni sveitarfélaga um að hafa samfélagið aðlaðandi og fjölskylduvænt því að atvinnutækifærin eru fábreytt og lítil þjónusta er í nærumhverfinu. Slíkt er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk þegar það leitar að stað til að setjast að á og stofna fjölskyldu. Lokun starfsstöðva Landsbankans í Bolungarvík, fangelsisins á Akureyri, niðurlagning prestakallsins á Raufarhöfn og svo mætti lengi telja hefur því keðjuverkandi áhrif á samfélögin í landinu. Þetta þekkja flestir sem hafa búið eða búa í landsbyggðunum utan höfuðborgarsvæðisins. Samfélagsumræður varðandi flutning á ríkisstofnunum og störfum frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina einkennast oftar en ekki af því verið sé að flytja fólk með nauðung út á land sem hefur mikil áhrif á þeirra einka- og fjölskyldulíf. Þessi umræða á oft rétt á sér enda þarf að standa vel að slíkum flutningum, en hún virðist þó ekki vera á þann veg þegar störf eru lögð niður út á landi eða flutt suður og fólk þar með neytt til að hörfa annað í leit að atvinnu eða flytjast búferlum því oftar en ekki eru ekki sambærileg störf að finna í sveitarfélaginu eða nærliggjandi sveitarfélögum. Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum. Sem ung manneskja í háskólanámi, alin upp á landsbyggðinni, fæ ég oft spurninguna: ,,ætlar þú að flytja aftur heim í framtíðinni?’’ Svarið er yfirleitt á þá leið: ,,hvað ætti ég að fara gera fyrir vestan, munu verða einhver störf sem hæfa þeirri menntun sem ég hef þá numið og verður einhver þjónusta til staðar í plássinu?’’ Það er því ekki nema von að maður velti því fyrir sér hver og hvar hin raunverulega byggðastefna sé og hver sé ábyrgð stórfyrirtækja, félagasamtaka og ríkisins. Skiptir það máli að fólk hafi raunverulegt val um búsetu og að landið sé allt í byggð, að teknir séu samfélagslegir og ánægjukvarðar íbúa vegna búsetu við útreikninga á hagsæld eða á að byggja allt samfélagið á forsendum excelskjalsins og pennastrika þannig að allir landsmenn flytjist búferlum og búi í póstnúmerum undir 300? Er ekki nær að koma að borðinu með sveitarfélögunum og skoða hvernig megi viðhalda störfunum, fjölga þeim og auka starfsfjölbreytni með samstarfi og gera störfin þannig að þau geti verið án staðsetninga t.d. með skrifstofuhótelum í samstarfi við sveitarfélögin í veröld sem verður æ meira tæknivædd og ætti því að auðvelda okkur sem þjóð að hafa landið allt í byggð. Ég skora á landsmenn alla að gera það að sameiginlegu verkefni að halda landinu öllu í byggð og verja þau fámennu byggðarlög sem eru um landið í samstarfi við íbúa og sveitarfélögin. Það er gott að geta ferðast um hamingjusamt land og blómlegar byggðir. Gleðilegt ferðasumar! Höfundur er Vestfirðingur, laganemi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF).
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun