Körfubolti

Haukur Helgi spilar á Spáni á næstu leiktíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu. EPA/LUKAS SCHULZE

Hinn fjölhæfi Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við spænska úrvalsdeildarfélagið Andorra til tveggja ára. Kemur hann til liðsins frá UNICS Kazan þar sem hann lék á síðustu leiktíð. 

Haukur er ekki eini landsliðsmaðurinn sem er á faraldsfæti en talið er að Martin Hermannsson sé á leið frá þýska liðinu Alba Berlín. Mögulega spila þeir félagar báðir á Spáni á næstu leiktíð.

Liðið Andorra er vissulega staðsett í smáríkinu Andorra. Liðið hefur leikið í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2014 og endaði í 6. sæti af 18 þegar deildin var lögð af vegna kórónufaraldursins í mars á þessu ári.

Liðið endaði hins vegar í 9. til 10. sæti eftir úrslitakeppnina sem fram fór í júní.

Undanfarin þrjú ár hefur félagið tekið þátt í Evrópubikarnum (Euro Cup) og komst til að mynda alla leið í undanúrslit tímabilið 2018/2019 þar sem það beið lægri hlut gegn Martin og félögum í Alba Berlín.

Haukur ætti að vera kunnugur staðháttum í spænsku deildinni en hann lék í deildinni með Bàsquet Manresa, CB Breográn og Saski Baskonia frá 2011 til 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.