Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 22:39 Bosko Obradovic, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Serbíu, veifar serbneska fánanum fyrir framan þingmenn meirihlutans. Mótmælendur og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar brutust inn í þinghúsið fyrr í kvöld. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans. Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans.
Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40