Sport

Anni­e Mist gefur ekki tommu eftir þrátt fyrir að vera gengin 40 vikur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni fyrir helgi.
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni fyrir helgi. mynd/instagram annie mist

Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-drottningin, heldur áfram að æfa á fullu en hún á von á sínu fyrsta barni á næstu vikum.

Annie Mist, sem hefur í tvígang unnið heimsleikana, heldur áfram að leyfa fylgjendum sínum á Instagram fylgjast með meðgöngunni og hvernig hún æfir á henni.

Fyrir helgi sagði Annie Mist frá því að hún væri mikið að fá spurninguna hvort að hún væri gengin 40 vikur og vissi hún ekki hvort að hún tæki því sem hrósi eða ekki.

Í gær birti hún svo myndband af annarri æfingu þar sem hún virtist taka vel á því en hún og kærasti hennar, Frederik Ægidius, eiga von á sínu fyrsta barni á næstu vikum.

Annie verður því ekki með á heimsleikunum í september en hún mun væntanlega mæta sterkari en nokkru sinni fyrr til baka, slíkur er krafturinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.